Icelandic Group hefur söluferli á Seachill

Icelandic Group ætlar nú að selja dótturfélag sitt Seachill.
Icelandic Group ætlar nú að selja dótturfélag sitt Seachill. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stjórn Icelandic Group hefur ákveðið að hefja söluferli á dótturfélagi sínu Seachill í Bretlandi.

Seachill er leiðandi framleiðandi kældra fiskafurða inn á breska smásölumarkaðinn. Samkvæmt fréttatilkynningu hefur félagið skapað sér sterka stöðu á markaðnum þar sem það býður upp á heildarlausnir fyrir viðskiptavini sinna.

Seachill hefur verið í vexti frá stofnun þess árið 1998 og er nú einn stærsti framleiðandi kældra fiskafurða í Bretlandi. Félagið er með aðsetur í Grimsby þar sem það starfrækir verksmiðju sem hefur verið endurnýjuð að miklu leyti síðustu árin.

„Sjálfbærni er mikilvæg fyrir Seachill og vinnur félagið eingöngu með MSC-vottuðum birgjum en til að öðlast slíka vottun þarf að sýna fram á vistvænar veiðar, styrkleika fiskistofna, ábyrga og sjálfbæra fiskveiðistjórnun,“ segir í tilkynningu.

„Seachill er einnig stoltur eigandi af The Saucy Fish Co. sem hefur gjörbylt skynjun breskra neytenda á fiskafurðum og hefur ört vaxandi alþjóðlegt orðspor. The Saucy Fish Co. hefur fjórum sinnum hlotið viðurkenningu frá  CoolBrand í Bretlandi en viðurkenningin er veitt þeim sem þykja skara framúr á sínu sviði. „

Tekjur Seachill árið 2016 námu um 266 milljónum punda eða því sem nemur 37,5 milljörðum króna og EBITDA var um 10,4 milljónir punda eða 1,5 milljarður króna. Starfsmenn félagsins eru um 750 talsins.

Íslandsbanka og Oghma Partners hefur verið falin umsjón með söluferlinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK