Varaðar við að auglýsa á Instagram

Kim Kardashian auglýsir vörur á Instagram síðu sinni.
Kim Kardashian auglýsir vörur á Instagram síðu sinni. AFP

Kim Kardashain og Rihanna eru meðal þeirra sem hafa verið varaðir við því af bandarískum neytendasamtökum að auglýsa vörur gegn greiðslu á Instagram án þess að láta fylgjendur sína vita.

BBC segir frá þessu en samtökin Public Citizen sendu bréf til rúmlega 90 einstaklinga og markaðsfyrirtækja þar sem fólk var varað við duldum auglýsingum.

Í bandarískum neytendalögum kemur fram að sá sem auglýsir vörumerki þurfi „skýrt og greinilega“ að lýsa yfir tengingum sínum við merkin, til að mynda ef að varan var gjöf til einstaklingsins sem auglýsir.

Public Citizen hefur rannsakað notkun frægra einstaklinga á Instagram til þess að auglýsa vörur og fundu 113 manns sem gerðu  það án þess að láta fylgjendur sína vita.

„Instagram er orðið villta vestur dulbúinna auglýsinga, sem beinast að ungu fólki, sértaklega ungum konum,“ sagði í yfirlýsingu samtakanna.

Sagði jafnframt að með dulbúnum auglýsingum sé verið að blekkja neytendur.

Í bréfinu var m.a. tekið fram að það sé ekki nóg að nota myllumerkið #sp, sem stendur fyrir „sponsored“ eða „styrkt af“ eða þakka vörumerkinu s´restaklega í texta væri nóg til þess að fylgjendur viti um að auglýsingu sé að ræða.

Þá er fólk hvatt til þess að nota myllumerkið #ad sem stendur fyrir auglýsing og nota orð eins og „greitt fyrir“ og „kynning“ í texta við myndirnar.

Sífellt fleiri fyrirtæki notfæra sér samfélagsmiðla til þess að koma vörum sínum á framfæri, sérstaklega þeim sem er beint að yngri markhópum. Frægt fólk og aðrir sem eru með stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum hafa ítrekað verið notaðir til þess að auglýsa vörur á þessum miðlum.

Í frétt BBC er bent á að það séu ekki aðeins heimsfrægir leikarar, listamenn eða fyrirsætur sem eru notaðir til að auglýsa heldur einnig „stafrænir áhrifavaldar“ eins og tískubloggarinn Chiara Ferragni sem er með 8,9 milljónir fylgjenda og tískubloggarinn Aimee Song sem er með 4,5 milljónir fylgjenda.

Hér að neðan má sjá auglýsingu á Instagram síðu Kim Kardashian. 

Detoxing with @fittea 💜 it tastes amazing and the ingredients are all natural 🍵 #ad

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Mar 27, 2017 at 8:22am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK