Hefur kostað tugi milljóna

Bryndís Jónsdóttir.
Bryndís Jónsdóttir.

Bryndís Jónsdóttir, eigandi Talent ráðninga og ráðgjafar, segir að fyrirtæki sitt hafi tapað háum fjárhæðum, tugum milljóna króna, vegna notkunar Fast ráðninga á léninu talent.is.

Neytendastofa úrskurðaði nýverið að Talent ráðningar og ráðgjöf ættu einkarétt á auðkenninu Talent og er Fast ráðningum nú bannað að nota lénið talent.is vegna hættu á ruglingi milli fyrirtækjanna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bryndísi vegna fyrri fréttar mbl.is um málið. 

„Ég fagna þessari niðurstöðu. Þetta hefur verið erfitt ferli og hefur kostað mig og fyrirtækið mitt tugi milljóna króna. Ég keypti fyrirtækið Talent ráðningar árið 2015 af núverandi eiganda Fast ráðninga og taldi ég einsætt að fyrirtækið mitt hefði eignast lénið talent.is með kaupsamningi. Með háttsemi fyrrum eiganda Talent stálu Fast ráðningar og eigendur þess léninu talent.is og blekktu um leið fjölmarga viðskiptavina fyrirtækis míns til að eiga viðskipti við alls óskylt fyrirtæki. Þetta varð til þess að Talent missti m.a. stóra samninga við stórfyrirtæki. Talent missti m.a. af 15-20 milljóna króna samningi við H&M um ráðningar hér á landi en sá samningur var frágenginn utan undirritunnar. Ég mun sækja skaðabætur fyrir hönd fyrirtækis míns vegna þessa máls,“ segir Bryndís í tilkynningu.

Hún bætir við að rekstur fyrirtækisins gangi vel og að brátt muni það flytja í nýjar höfuðstöðar í Hlíðarsmára 6 í Kópavogi. Hún tekur jafnframt fram að hún sé ekki búin að fá lénið talent.is og því notar hún enn lénið talentradning.is

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK