Hagar kaupa Olíuverzlun Íslands

Bensínstöð Olís á Höfn í Hornafirði.
Bensínstöð Olís á Höfn í Hornafirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hagar hf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Olíuverzlunar Íslands hf. (Olís) og fasteignafélagsins DGV ehf. þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar. Þar segir að heildarvirði Olís sé 15,1 milljarður króna og að vaxtaberandi skuldir félagsins nemi rúmum 5,9 milljörðum. Kaupverð hlutafjárins er tæpir 9,2 milljarðar. 

Hins vegar segir að endanlegt kaupverð geti tekið breytingum vegna afkomu Olís á árinu 2017. Verði EBITDA félagsins vegna rekstrarársins 2017 hærri en 2,1 milljarður króna komi það til hækkunar kaupverðs. Kaupverð geti þó að hámarki hækkað um einn milljarð króna ef EBITDA félagsins rekstrarárið 2017 verður 2,3 milljarðar eða hærri.

Kaupverðið verður greitt annars vegar með afhendingu á 111 milljón hlutum í Högum og hins vegar með reiðufé sem verður að hluta til aflað með lánsfé Seljendur skuldbindi sig til að hvorki selja né framselja þá hlutina í 12 mánuði frá afhendingu. Heildarvirði DGV er rúmur einn milljarður króna og vaxtaberandi skuldir 640 milljónir króna. Kaupverð hlutafjár DGV er 400 milljónir króna. Heildarkaupverð viðskiptanna er því tæpir 9,6 milljarðar króna.

Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar segir ennfremur, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár og samþykki Samkeppniseftirlitsins. gera megi ráð fyrir að gengið verði frá viðskiptunum fyrir lok þessa árs gangi þessir fyrirvarar eftir.

Stjórn Haga hefur ákveðið að víkja frá áður samþykktri arðgreiðslustefnu félagsins og leggja til við aðalfund í júní að ekki verði greiddur út arður árið 2017 vegna kaupanna og áður tilkynntra kaupa á Lyfju hf. Hagar reka meðal annars Bónus og Hagkaup.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK