Ritstjóri Economist ræddi við Stefán

Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka, ræddi við Matthew …
Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka, ræddi við Matthew Bishop, ritstjóra Economist, í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka, sat fyrir svörum hjá Matthew Bishop, ritstjóra Economist, á What Works ráðstefnunni sem fór fram í Hörpu í dag. Stefán rakti fall íslenska fjármálakerfisins og endurreisn þess með Bishop.

Bishop sagðist hafa orðið þess áskynja í heimsókn sinni hér á landi að margir óttuðust ofhitnun hagkerfisins og spurði hvort sagan gæti endurtekið sig á Íslandi. Stefán Broddi svaraði að Ísland hafi gengið í gegnum margar upp- og niðursveiflur en sagðist ekki telja að sú næsta yrði af sama toga og sú síðasta. Hann benti á að núverandi uppsveifla hafi verið drifin áfram af ferðaþjónustu ólíkt þeirri síðustu. Springi ferðaþjónustukúlan gæti næsta niðursveifla verið yfirvofandi. Það sé hins vegar verkefni stjórnvalda að viðhalda þróuninni og tryggja sjálfbæran vöxt og dreifingu ferðamanna um landið.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Bankarnir taki þátt í umræðunni

Þrátt fyrir að nýju bankarnir séu byggðir á rústum þeirra gömlu sagði Stefán grunninn ólíkan þar sem regluverkið sé gjörbreytt. Vantraust gagnvart fjármálafyrirtækjum sé samt sem áður ríkjandi. Hann rakti að almenningur hefði almennt talið að bankarnir stæðu á traustum grunni árið 2008 þegar fjármálakerfið hrundi. Fólk hafi í kjölfarið farið að efast um aðra hluti; stjórnmálamenn, menntakerfið og aðrar stofnanir. Vantraust hafi þannig grafið um sig víðar.

Bishop spurði þá hvernig bankarnir gætu byggt traustið upp að nýju og svaraði Stefán að bankarnir þyrftu einfaldlega að standa sig vel og einbeita sér að kjarnastarfseminni. Fjármálageirinn þyrfti að vera opinn og útskýra þær ákvarðanir sem teknar eru. Taka þátt í almennri umræðu og endurvinna þannig traustið. 

Aðspurður um helstu breytingar eftir fjármálahrunið svaraði Stefán að langtímasýn væri fremur ráðandi. Áður hefðu skammtímahagsmunir ráðið för. Þetta ætti við hjá bönkum, ráðamönnum og almenningi. Hann benti á að skuldir hafa verið að lækka hjá almenningi og fyrirtækjum og séu nú svipaðar og á öðrum Norðurlöndum. Fjármálakerfið virðist heilbrigðara í dag og telur hann ástæðurnar fyrir því bæði liggja innan fjármálakerfisins og í hugarfari almennings.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK