Stjórnarmenn fá milljarða í bónus

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Greiðslur vegna bónusa til þriggja stjórnarmanna Glitnis HoldCo eru áætlaðar um 2.000 milljónir króna. Aðrir lykilstjórnendur Glitnis HoldCo, meðal annars nokkrir íslenskir starfsmenn, fá samtals um 700 milljónir í sinn hlut. Stærsti hluthafi Glitnis er Taconic Capital I. Þetta kemur fram í frétt á forsíðu Fréttablaðsins.

Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo áætlar að bónusgreiðslur til handa stjórnarmönnum og lykilstarfsmönnum verði samanlagt 22,85 milljónir evra, jafnvirði 2,7 milljarða króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Glitnis, sem hefur ekki verið gerður opinber en Fréttablaðið hefur undir höndum, en nokkrir íslenskir stjórnendur munu fá samanlagt um fjórðung upphæðarinnar, eða sem nemur um 700 milljónum. 

Bróðurparturinn af áætluðum bónusgreiðslum Glitnis, eða um 74 prósent, fellur hins vegar aðeins þremur stjórnarmönnum félagsins í skaut. Stjórn Glitnis er skipuð erlendum ríkisborgum og munu greiðslur og launatengd gjöld félagsins því að óbreyttu nema um tveimur milljörðum vegna bónusa til þeirra. Sá bónus sem stjórnarmennirnir geta því vænst að fá að meðaltali í sinn hlut á mann nemur yfir 600 milljónum. Afgangurinn af bónuspottinum fer til íslenskra lykilstjórnenda en þar munar mest um greiðslur til Ingólfs Haukssonar, forstjóra Glitnis HoldCo, Snorra Arnars Viðarssonar, forstöðumanns eignastýringar, og Ragnars Björgvinssonar yfirlögfræðings. 

Fréttin í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK