WOW tekur glænýja vél í notkun

Þetta er þrettánda vél WOW air í ört stækkandi flota …
Þetta er þrettánda vél WOW air í ört stækkandi flota flugfélagsins og verður vélin skráð undir heitinu TF-NEO. Mynd/WOW air

WOW air hefur fengið afhenta glænýja flugvél beint frá verksmiðjum Airbus. Er þetta fyrsta Airbus A320neo-flugvél félagsins sem leigð er frá bandarísku flugvélaleigunni Air Lease Corporation. Þetta er þrettánda vél WOW air í ört stækkandi flota flugfélagsins og verður vélin skráð undir heitinu TF-NEO.

Í tilkynningu frá WOW segir að umrædd vél hafi verið valin vegna framúrskarandi gæða, lágs rekstrarkostnaðar og eldsneytissparnaðar, sem getur numið allt að 15 til 20%. Er vélin því mjög umhverfisvæn.

„Við erum stolt af því að geta boðið upp á einn yngsta og háþróaðasta flotann þótt víðar væri leitað. Það gerir farþegum okkar kleift að ferðast vítt og breitt um heiminn á umhverfisvænan hátt á afar lágu verði,“ er haft eftir Skúla Mogensen, stofnanda og forstjóra WOW air, í tilkynningu.

„Það er okkur sönn ánægja að afhenda WOW air þessa vél sem er fremst í sinni röð hvað varðar rekstrarkostnað og tækninýjungar. Vélin mun sóma sér vel innan flota WOW air og veita farþegum frábæra upplifun á ferðalögum sínum,“ er þá haft eftir Fabrice Brégier, forstjóra Airbus.

Stutt er síðan WOW air tilkynnti um kaup á sjö nýjum Airbus-flugvélum en í lok árs 2018 verða flugvélar WOW air orðnar 24 talsins sem notaðar verða í áframhaldandi stækkun félagsins í Norður-Ameríku og víðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK