1,1 milljarðs hagnaður hjá Össuri

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar

Hagnaður Össurar jókst um 13% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Nam hagnaðurinn 10 milljónum Bandaríkjadala eða 1,1 milljarði íslenskra króna.

Sala félagsins nam 131 milljónum Bandaríkjadala eða 14,7 milljörðum íslenskra króna samanborið við 114 milljón Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi 2016 og nam söluvöxtur frá fyrra ári 17%.

EBITDA nam  20 milljónum Bandaríkjadala eða 2,3 milljörðum íslenskra króna eða 16% af sölu.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að rekstraráætlun fyrir árið sé óbreytt.

„Við erum ánægð með niðurstöðu fyrsta ársfjórðungs sem sýnir góðan innri vöxt og stöðuga arðsemi, en fyrsti ársfjórðungur er jafnan sá slakasti á árinu hjá okkur. EMEA og APAC sýndu góðan vöxt í fjórðungum og sala á stoðtækjum gekk vel í Ameríku. Söluvöxtur á heimsvísu var drifin áfram af hágæða vörunum okkar. Samþætting vegna kaupa á Touch Bionics og Medi Prosthetics gengur samkvæmt áætlun og erum við spennt að sjá þau dafna,“ er haft eftir Jóni Sigurðssyni forstjóra Össurar í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK