Hall fær nýja sérsaumaða húfu

Godfrey Hall með húfuna góðu sem týndist.
Godfrey Hall með húfuna góðu sem týndist.

Hjálp hefur borist bandaríska blaðamanninum Godfrey Hall sem auglýsti eftir 66°N húfu í Velvakanda í Morgunblaðinu í dag. Íslenski fataframleiðandinn hefur fundið sniðið að húfunni og ætlar að láta sérsauma nýja. Hall týndi húfunni sinni á dögunum en hann segir hana orðna að einskonar vörumerki sínu á ljósmyndum sem teknar hafa verið víða um heim.

Hall biðlaði til Íslendinga í dag og bað fólk um að athuga hvort sambærileg húfa gæti leynst í geymslum eða skápum þar sem flíkin er hætt í framleiðslu. Húfuna keypti hann á ferð sinni til Íslands fyrir nokkrum árum.

„Við erum búin að finna sniðið af húfunni og saumastofan okkar í Miðhrauni er þegar byrjuð að sauma húfuna. Þessi húfa Katla hefur ekki verið framleidd hjá okkur í nokkur ár og er ekki lengur til en það er ekki annað hægt en að bjarga Bandaríkjamanninnum fyrst hann týndi húfunni og þótti svona vænt um hana. Við munum setja okkur í samband við hann þegar húfan verður tilbúin,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson hjá 66°Norður.

Hall skrifar um ferðir og ferðalög og hefur unnið til verðlauna fyrir störf sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK