Íbúðir og herbergi Bifrastar til sölu

Eignirnar eru verðmetnar á 1,5 til 2,5 milljarða eftir því …
Eignirnar eru verðmetnar á 1,5 til 2,5 milljarða eftir því hversu stóran skammt yrði um að ræða. mbl.is/Árni Sæberg

Hótel Bifröst, sem er í eigu Háskólans á Bifröst auk nokkurra annarra húseigna, verður seld í opnu söluferli. Hótelið hefur verið í rekstri frá árinu 2013 og því tilheyra í dag 51 herbergi og veitingasalur í rekstri. Þá fylgja tvær byggingar með samtals 48 íbúðum.

Áhugasamir kaupendur hafa til 8. júní til að skila inn tilboðum. Í boði er að gera tilboð í misstóra hluta eignanna. Fjárfestum býðst einnig að kaupa fjölbýlishús á svæðinu með alls 88 herbergjum. Í boði er að kaupa eignirnar að hluta eða öllu leyti og eru þær verðmetnar á 1,5 til 2,5 milljarða eftir því hversu stóran skammt yrði um að ræða. Samtals gætu allt að 239 herbergi verið hluti af nýjum og endurbættum hótelrekstri sem yrði þá sá langumsvifamesti á Vesturlandi. 

Í tilkynningu segir að á Snæfellsnesi og í Borgarfirði hafi átt sér stað mikil uppbygging í ferðaþjónustu á síðustu misserum og áhersla ferðamálayfirvalda hafi verið að beina ferðamönnum í auknum mæli yfir á Vesturland.

„Nokkur áhugi hefur þegar verið sýndur á eignum skólans og gangi salan upp í samræmi við áætlanir skólans mun það gera okkur kleift að greiða stóran hluta skulda okkar,“ er haft eftir Vilhjálmi Egilssyni, rektor Háskólans á Bifröst. „Það mun hafa gríðarlega jákvæð áhrif á fjárhagsstöðu skólans. Kennslan við Háskólann á Bifröst byggist á fjarnámi en staðnám er einnig í boði. Undanfarin ár hefur staðnemum fækkað og íbúðir og herbergi því verið lítið nýtt. Þess vegna hófum við hótelrekstur árið 2013 sem gekk vel en núna er von okkar að öflugur aðili taki við keflinu og haldi uppbyggingunni áfram svo við getum einbeitt okkur að rekstri skólans.“

Viljálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, segir að nokkur áhugi …
Viljálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, segir að nokkur áhugi hafi þegar verið sýndur á eignum skólans. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sala vegna fækkunar í staðnámi

Eignirnar eru til sölu þar sem fækkun hefur orðið í staðnámi hjá skólanum og því ekki sama þörf og áður fyrir húsnæði á svæðinu. Um 80% af nemendum skólans eru í fjarnámi og koma í sérstakar staðarlotur yfir helgi einu sinni í mánuði.

Hótel Bifröst er í dag tveggja stjörnu hótel en gerðar hafa verið breytingar til að uppfæra það í þriggja stjörnu hótel. Búist er við að þriðja stjarnan fáist í sumar.

Capacent hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd Háskólans á Bifröst og munu löggiltir fasteignasalar koma að því að selja byggingarnar. Tilboð skulu berast skrifstofu Capacent fyrir kl. 14 þann 8. júní 2017.

Mbl greindi frá því í fyrra að Bifröst hefði sett 99 íbúðir á sölu. Kom þar fram að fé­lög­in sem halda utan um reskt­ur eign­anna voru sam­tals rek­in með 145 millj­óna króna tapi árið 2014 en í árs­reikn­ing­um fé­lag­anna eru eign­irn­ar sam­tals metn­ar á tæp­an millj­arð króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK