Ætti að vera næsta skref að lækka útsvarið

„Það ætti auðvitað að vera næsta skref að lækka útsvarið …
„Það ætti auðvitað að vera næsta skref að lækka útsvarið fyrst að reksturinn er að rétta úr kútnum. Það ætti strax núna að huga að því að lækka álögur. En ég heyri engan áhuga á því hjá meirihlutanum,“ segir Halldór. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er auðvitað gott að nú sé loksins reksturinn réttu megin við núllið en það er hins vegar ekki að þakka fjármálasnilli núverandi meirihluta, alls ekki,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um nýbirtan ársreikning Reykjavíkurborgar.

Borgin skilað 26 milljarða króna afgangi á síðasta ári sem er töluverður viðsnúningur frá fyrri árum.

Halldór segir að það sé fyrst og fremst hægt að þakka gríðarlegri tekjuaukningu þennan mikla afgang og bendir á að tekjur fólks hafi hækkað töluvert. „Helstu tekjur sveitarfélaga er útsvarið sem er í borginni 14,25% af launum fólks. Borgin innheimtir hæsta löglega útsvarið og það sér ekki fram á neina tilslökun á því,“ segir Halldór og nefnir sem dæmi að nágrannasveitarfélögin Seltjarnarnes og Garðabær innheimti ekki hæsta löglega útsvarið.

„Það ætti auðvitað að vera næsta skref að lækka útsvarið fyrst reksturinn er að rétta úr kútnum. Það ætti strax núna að huga að því að lækka álögur. En ég heyri engan áhuga á því hjá meirihlutanum,“ segir Halldór.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sendu frá sér bókun vegna ársreikningsins í dag. Þar er m.a. tekið fram að það hefði verið ótrúlegt að rekstrarafgangur hefði ekki náðst eftir síðasta ár miðað við þá „gríðarlegu tekjuaukningu sem orðin er í íslensku samfélagi og sjá má á jákvæðri rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga um land allt.“

Þá er bent á að skuldir borgarsjóðs (A-hluta) aukast um 3 milljarða á milli áranna 2015 og 2016 á meðan skuldir hinna sveitarfélaganna standa í stað eða lækka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK