Betri nýting á hótelum

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 17% milli ára.
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 17% milli ára. mbl.is/Árni Sæberg

Gistinætur á hótelum í mars voru 352.600 sem er 17% aukning miðað við mars 2016. Gistinætur erlendra gesta voru 88% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 17% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 15%.

Hagstofan greinir frá þessu. Flestar gistinætur á hótelum í mars voru á höfuðborgarsvæðinu eða 233.000 sem er 12% aukning miðað við mars 2016. Um 66% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 66.300. Erlendir gestir með flestar gistinætur í mars voru Bandaríkjamenn með 93.700, Bretar með 90.600 gistinætur og Þjóðverjar með 24.300, en íslenskar gistinætur í mars voru 42.000.

Á tólf mánaða tímabili frá apríl 2016 til mars 2017 var heildarfjöldi gistinátta á hótelum 4.060.000 sem er 32% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

Herbergjanýting í mars 2017 var 73,3%, sem er aukning um 4,3 prósentustig frá mars 2016, þegar hún var 69,0%. Nýtingin var best á höfuðborgarsvæðinu, eða um 91,1%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK