Icelandair á flugi í Kauphöllinni

Icelandair Group hækkaði afkomuspána í gær vegna batnandi aðstæðna í rekstri og hefur mikil velta verið með hlutabréf félagsins frá opnun markaða. Þegar þetta er ritað nemur velta með bréfin 269 milljónum króna í 22 viðskiptum og hafa bréfin hækkað um 7,73%.

Í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair sem birt var eftir lokun markaða í gær kom fram að heild­ar­tekj­ur félagsins juk­ust um 5% milli ára.

Að öðru leyti hefur dagurinn í Kauphöllinni verið nokkuð rólegur en hlutabréf N1 hafa hækkað næst mest um 1,33%. Hlutabréf N1 lækkuðu mest í Kauphöllinni í gær um 4,66% í 430 milljóna króna viðskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK