Eru að oftúlka áhrifin af verslun Costco

Jón Björnsson forstjóri Festar.
Jón Björnsson forstjóri Festar. mbl.is/Golli

Jón Björnsson, forstjóri Festar hf. sem á m.a. Krónuna og ELKO, telur að menn séu að oftúlka áhrifin af verslun Costco á markaðinn.

Jón bendir á í samtali í Morgunblaðinu í dag, að íslenski smásölumarkaðurinn velti um 400 milljörðum króna á ári. Bestu verslanir Costco velti 10 til 12 milljörðum króna á ári.

„Segjum að þessi búð í Garðabæ verði ein af bestu verslunum Costco, þá myndi hún velta um 2,5% af íslenska smásölumarkaðnum. Er það einhver heimsendir? Nei... en eigum við ekki að leyfa þeim að opna, áður en við förum á taugum?“ segir Jón.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), segir að fyrirtæki innan SVÞ séu mörg að undirbúa sig fyrir þá auknu samkeppni í verslun sem blasi við, þegar tvö stórfyrirtæki, Costco og H&M, hefja verslanarekstur hér á landi.

„Þetta verður í fyrsta sinn sem tveir alþjóðlegir smásölurisar hefja verslanarekstur hér á landi, á þessum litla markaði. Það leiðir af eðli máls, að koma risanna á þennan markað mun hafa áhrif á öll viðskipti í landinu. Við höfum skynjað það undanfarið ár, að fyrirtækin eru með einum eða öðrum hætti að búa sig undir þetta gjörbreytta umhverfi,“ sagði Andrés í samtali við Morgunblaðið í gær.

Andrés segist sannfærður um að viðskiptaumhverfi hér á landi muni taka miklum breytingum, eftir að Costco og H&M hefja rekstur hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK