Forstjóri Google þénar vel

Sundar Pichai, forstjóri Google.
Sundar Pichai, forstjóri Google. AFP

Sundar Pichai, forstjóri Google, er ekki á flæðiskeri staddur fjárhagslega. Tekjur hans voru helmingi hærri árið 2016 en árið á undan.

Á síðasta ári fékk Pichai greiddar 199,7 milljónir dollara, um 21 milljarð króna, vegna starfa sinna hjá Google. Þetta kemur fram í skýrslum móðurfélags Google, Alphabet. 

Grunnlaun Pichai eru í skýrslunni sögð 650 þúsund dollarar, tæplega 70 milljónir króna. Að auki fékk hann hagnað af hlutabréfum í fyrirtækinu.

Í frétt CNN um málið segir að Google hafi launað Pichai vel vegna góðs árangurs hans í starfi.

Pichai tók við forstjórastöðunni árið 2015 en hafði áður verið framkvæmdastjóri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK