Meira en 40% aukning milli ára

Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Flugstöð Leifs Eiríkssonar mbl.is/Ómar Óskarsson

Sextán flugfélög flugu reglulega frá Íslandi í síðasta mánuði sem er lítil aukning frá því í fyrra en í heildina fjölgaði ferðunum hins vegar um meira en 40 prósent. Þetta kemur fram í frétt á vef Túrista.

Að jafnaði voru í boði sextíu áætlunarferðir á dag frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl og fjölgaði daglegum brottförum um 18 frá sama tíma í fyrra.

Í apríl 2016 voru daglegu ferðirnar 28 talsins eða um helmingi færri en í nýliðnum mánuði samkvæmt daglegum talningum Túrista. En þó brottfarirnar hafi verið um 40 prósent fleiri í apríl þá fjölgaði flugfélögunum aðeins úr 14 í 16. Flugfélögin hafa því almennt fjölgað ferðum og áfangastöðum en apríl í fyrra var flogið héðan til 44 áfangastaða en þeir voru 55 að þessu sinni. 

Sem fyrr standa íslensku flugfélögin undir bróðurparti allra ferða en hlutdeild Icelandair og WOW hefur hins vegar breyst töluvert milli ára eins og sjá má á skífuritinu hér fyrir neðan. Í apríl 2013 lét nærri að ein af hverjum 10 þotum sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli væri á vegum WOW en núna er félagið með nærri því þriðju hverja brottför. Á sama tíma hefur vægi Icelandair lækkað um nærri þrjátíu prósentustig. 

Frétt Túrista í heild

 
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK