Costco-áhrifin þegar komin fram?

Framkvæmdir við verslun Costco eru í fullum gangi enda styttist …
Framkvæmdir við verslun Costco eru í fullum gangi enda styttist í opnun. mbl.is/Hjörtur

Bein áhrif opnunar Costco-verslunar á vísitölu neysluverðs verða nær engin, allavega til að byrja með að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Óbein áhrif, það er að segja áhrif aukinnar samkeppni á verðlag í öðrum verslunum, eru að öllum líkindum meiri. Hins vegar er alls ekki ólíklegt að þau áhrif séu að miklu leyti þegar komin fram, segir hagfræðideildin.

Vægi búða í verðkönnunum Hagstofunnar fer eftir hlutdeild viðkomandi verslunar í neyslukönnun Hagstofunnar. Umfang verðmælinga Hagstofunnar í Costco ræðst því af hversu mikilli markaðshlutdeild Costco nær samkvæmt þessari könnun. 

Costco opnar verslun í Kauptúni þriðjudaginn 23. maí. Júnímæling vísitölu neysluverðs verður því fyrsta mæling eftir opnun þeirrar verslunar.

Hagstofan birtir næstu vísitölu neysluverðs mánudaginn 29. maí. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitalan hækki um 0,4% milli mánaða. Gangi spáin eftir helst ársverðbólgan óbreytt í 1,9%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK