Fá ekki borgað en mega halda starfinu

Raunveruleikinn (t.h.) var allt annar en sá sem kynntur var …
Raunveruleikinn (t.h.) var allt annar en sá sem kynntur var í kynningarefni Fyre- hátíðarinnar (t.v.). Skjáskot/samsett mynd

Eigendur Fyre Media, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni á Bahamaeyjum sem nefnd hefur verið „Hungurleikarnir“, sögðu starfsmönnum í síðustu viku að þeir myndu ekki lengur fá borgað fyrir störf sín. Þeim væri þó velkomið að vera áfram. Meðal fjárfesta í hátíðinni og fyrirtækinu eru fyrirsæturnar Kendall Jenner, Bella Hadid og Hailey Baldwin.

Miðarn­ir á Fyre-hátíðina, sem átti að vera íburðarmikil tónlistarhátíð á Bahamaeyjum, kostuðu allt að 12.000 doll­ur­um, um 1,2 millj­ón­um króna. Rík ung­menn­i sem keyptu rán­dýra miða urðu ævareið þegar í ljós kom að ekkert stóðst sem hátíðar­hald­ar­ar höfðu boðað. Flug­ferðum var af­lýst, eng­in ör­ygg­is­gæsla var á staðnum og eina sem unga fólkið fékk að borða var þurrt brauð og kál­blað.

Fyre Media er í eigu Billy McFarland og rapparans Ja Rule.

Hljóðupptöku af símtali milli McFarland, Rule og annarra starfsmanna var lekið var til Vice News en þar segjast eigendur ekki geta staðið við launagreiðslur eftir að hafa ráðfært sig við lögmenn og fjármálastjóra. „Við skiljum að þetta eru ekki kjöraðstæður fyrir alla,“ segir McFarland. Þá segist hann sýna því fullan skilning ef starfsmenn vilji segja upp í kjölfarið.

Hins vegar megi starfsmenn gjarnan halda störfum áfram en markmiðið er að endurreisa fyrirtækið.

Starfsmenn bentu á að þeir gætu ekki sótt um bætur ef þeir fengju ekki formlega uppsögn. Sagði McFarland þá að hver og einn starfsmaður gæti óskað eftir fundi sérstaklega og fengið formlega uppsögn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK