Stjórn VÍS svarar orðrómi

Herdísi Dröfn Fjeldsted er fyrrverandi stjórnarformaður VÍS.
Herdísi Dröfn Fjeldsted er fyrrverandi stjórnarformaður VÍS. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn VÍS hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að það sé ekki venja hennar að svara fyrir orðróm en hún telji sig knúna til að gera það að þessu sinnu. Málið snýst um sölu á hlutum í félaginu og gagnrýni fyrrverandi stjórnarformanns.

„Gagnrýni fyrrverandi stjórnarformanns VÍS hf. um að stjórnarháttum félagsins sé ábótavant koma stjórninni á óvart. Stjórnin bendir á að stjórnarformaðurinn fyrrverandi sat aldrei stjórnarfund í félaginu eftir að ný stjórn skipti með sér verkum í kjölfar aðalfundar í mars sl. Því verður ekki betur séð en að gagnrýnin byggi á ágiskunum.“

Í yfirlýsingu stjórnar VÍS kemur jafnframt fram að í ljósi nýlegra breytinga á yfirstjórn VÍS og kaupa á hlut í fjárfestingabankanum Kviku hf. fyrr á árinu vill stjórn VÍS árétta:

„Fjárfesting félagsins í Kviku er skilgreind sem eign í fjárfestingarbók og svo verður áfram. Engin áform eru um breytingu á þeirri stöðu. Núverandi stjórn áformar heldur ekki að skipta sér af einstökum fjárfestingum í fjárfestingarbók félagsins. Slíkt hefur aldrei komið til tals,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni sem hægt er að lesa í heild hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK