Genís þurfti sérhæfða stjórnendur

Genís er líftæknifyrirtæki á Siglufirði og vinnur úr lífríki sjávar.
Genís er líftæknifyrirtæki á Siglufirði og vinnur úr lífríki sjávar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Hilmar Janusson tekur við af mér sem forstjóri Genís vegna þess að fyrirtækið er orðið það þroskað að það þarf mikla sérhæfingu til að reka það með myndarbrag,“ segir Róbert Guðfinnsson, aðaleigandi Genís, í Morgunblaðinu í dag.

„Jafnvel þótt ég hafi stundað viðskipti lengi er runnin upp sú stund að rétt er að ráða forstjóra sem kann betur til verka en ég sjálfur.“

Hilmar hefur verið forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands frá árinu 2012 og var í 20 ár í forystu rannsókna- og þróunarstarfs Össurar eða á árunum 1992-2012. Genís er líftæknifyrirtæki á Siglufirði sem þróar og framleiðir vörur úr lífríki sjávar. Á grundvelli áratuga rannsókna hóf Genís markaðssetningu á fæðubótarefninu Benecta á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK