Stjörnuegg kaupa Brúnegg

Brúnegg varð gjaldþrota í kjölfar umfjöllunar um slæman aðbúnað varpfugla …
Brúnegg varð gjaldþrota í kjölfar umfjöllunar um slæman aðbúnað varpfugla eggjaframleiðandans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölskyldufyrirtækin Stjörnugrís hf. og Stjörnuegg hf., hafa undirritað kaupsamning um að kaupa allar fasteignir Gjáholts ehf., sem áður voru í eigu Brúneggja ehf. Fjallað er um málið í DV, sem segir kaupin vera gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og að niðurstaða liggi væntanlega fyrir í lok mánaðarins.

Starf­semi Brúneggja var flutt yfir í Gjáholt skömmu áður en eggja­f­ram­leiðand­inn var lýst­ur gjaldþrota þann 3. mars síðastliðinn og er það fyrirtæki sagt í eigu kröfuhafa Brúneggja Eggjaframleiðandinn varð gjaldþrota í kjölfar umfjöllunar um slæman aðbúnað varpfugla fyrirtæksins í lok síðasta árs.

Stjörnugrís hf. og Stjörnuegg hf. eru fjölskyldufyrirtæki og segir DV Geir Gunnar Geirsson yngri eiga 50% hlut í báðum fyrirtækjunum. Móðir hans, Hjördís Gissurardóttir, á 50% hlut á móti syni sínum í Stjörnueggjum hf. en hún er einnig skráð fyrir 20% hlut í Stjörnugrís hf. Aðrir hluthafar þar eru sagðir vera ættfaðirinn Geir Gunnar Geirsson eldri með 10% hlut og dætur hans, Hallfríður Kristín og sjónvarpskonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir með 10% hlut hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK