WOW air flýgur til Ísraels

Nýja Airbus vélin mun fljúga til Ísrael.
Nýja Airbus vélin mun fljúga til Ísrael. C.Brinkmann

Flugfélagið WOW air tilkynnti í dag um nýjan áfangastað, en flugfélagið mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael 12. september.

Í fréttatilkynningu frá WOW air segir að mikill áhugi sé fyrir þessari nýju flugleið frá Ísrael, Bandaríkjunum og Kanada. Til stendur að fljúga fjórum sinnum í viku á nýrri Airbus A321-vél félagsins, sem er fyrsta vél sinnar tegundar sem flogið er í Evrópu.

Sala flugmiða hefst á morgun, en flogið verður á þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum.

„Aldrei fyrr hefur verið boðið upp á beint áætlunarflug til Ísraels frá Íslandi og það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu. Ísrael er land mikillar menningar og það fá farþegar okkar að upplifa á frábæru verði, í glænýjum flugvélum,“ er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóraog eiganda WOW air, í fréttatilkynningu.

Yisrael Katz samgönguráðherra Ísrael og Skúli Mogensen.
Yisrael Katz samgönguráðherra Ísrael og Skúli Mogensen. Ljósmynd/WOW air
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK