Icelandair leigir fjórar Boeing 737 MAX

Icelandair-þota á Keflavíkurvelli.
Icelandair-þota á Keflavíkurvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair hefur undirritað samninga um sölu og endurleigu á fjórum Boeing 737 MAX-flugvélum. Um er að ræða eina vél sem er til afhendingar á fyrsta ársfjórðungi 2018 og þrjár á fyrsta ársfjórðungi 2019. Tvær vélanna eru Boeing 737 MAX8 og tvær Boeing 737 MAX9.  Icelandair hefur jafnframt einhliða rétt á að bæta tveimur vélum við samningana. Leigusalinn er BOCOMM Leasing, dótturfélag Bank of Communications í Kína. Leigusamningarnir eru til tæplega 9 ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar.

„Það er ánægjulegt að fjármögnun 737MAX-vélanna gengur samkvæmt áætlun. Vinna við fjármögnun annarra véla sem afhentar verða 2018 og 2019 stendur yfir og gengur vel,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, framkvæmdastjóra fjármála Icelandair Group, í tilkynningunni.

„Við erum afar ánægð með að geta boðið Icelandair sölu- og endurleigulausn sem hentar félaginu og að Icelandair bætist í hóp alþjóðlegra viðskiptavina okkar. Við hlökkum til að sjá flugvélarnar teknar í notkun og að vinna með Icelandair í framtíðinni,“ er haft eftir Li Ru, framkvæmdastjóra hjá BOCOMM leasing. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK