Loka Topshop á Íslandi

Verslun Topshop í Smáralind verður lokað í þessum mánuði en …
Verslun Topshop í Smáralind verður lokað í þessum mánuði en versluninni í Kringlunni í ágúst. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Topshop í Smáralind verður lokað seinna í þessum mánuði og sömu búð í Kringlunni í lok ágúst. Forstjóri Haga, sem reka búðirnar, segir að smásölumarkaður hafi verið erfiður hér á landi frá hruni.

Hafa lokað þremur verslunum á skömmum tíma

„Það var lítið eftir af leigusamningum okkar og við ákváðum að endurnýja þá ekki. Það hefði kostað fjárfestingar og fleira og var tekin ákvörðun um að fara út úr þessum rekstri á þessu stigi,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga í samtali við mbl.is.

Hagar hafa dregið úr umsvifum sínum á smásölumarkaði síðustu misseri. Verslun Debenhams var lokað í byrjun janúar rúmum 15 árum eftir að hún var opnuð í Smáralind. Verslunum Evans í Smáralind og Warehouse í Kringlunni var einnig lokað á síðasta rekstarári og þá verður versluninni Dorothy Perkins í Smáralind einnig lokað í maí.

Verslun Topshop við Lækjargötu.
Verslun Topshop við Lækjargötu. Morgunblaðið

Fyrst opnuð í Lækjargötu árið 2000

Með lokun Topshop lýkur 17 ára sögu verslunarinnar hér á landi en hún var fyrst opnuð í Lækjargötu 2a, sem nú hýsir Hard Rock í mars 2000. Henni var lokað þremur árum seinna en þá hafði önnur verslun verið opnuð í Smáralind. Síðan var önnur verslun opnuð í Kringlunni 2007 en þær hafa verið starfræktar með sérleyfissamningi við Arcadia Group Brands Ltd. í Bretlandi.

Eftir munu standa Útilíf og Zara í rekstri Haga og segir Finnur ekki sjá fram á annað en að sækja fram með þær verslanir.

Önnur hver flík keypt erlendis

Hann segir smásölumarkaðinn hafa verið erfiðan síðustu ár. „Þessi markaður hefur verið erfiður frá hruni, sérstaklega út af auknum fatakaupum Íslendinga erlendis. Samkvæmt könnun sem við gerðum í lok síðasta árs er meira en önnur hver flík sem keypt er keypt erlendis enda geta Íslendingar verslað skattfrjálst erlendis eða fengið endurgreiddan virðisaukaskatt á ferðalögum.“

Finnur segist hafa fulla trú á að með breyttu samkeppnisumhverfi með opnun H&M hér á landi síðar á árinu muni fataverslun flytjast í auknum mæli til Íslands.

„En eins og staðan er núna stendur fataverslun á Íslandi höllum fæti. Partur af því er skattlagning en svo er kostnaðarmynstrið hér hátt og markaðurinn lítill.“

„Þessi markaður hefur verið erfiður frá hruni, sérstaklega útaf auknum …
„Þessi markaður hefur verið erfiður frá hruni, sérstaklega útaf auknum fatakaupum Íslendinga erlendis. Samkvæmt könnun sem við gerðum í lok síðasta árs er meira en önnur hver flík sem keypt erlendis enda geta Íslendingar verslað skattfrjálst erlendis eða fengið endurgreiddan virðisaukaskatt á ferðalögum," segir Finnur. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK