„Þetta verður „showtime“ á morgun“

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. mbl.is/Ómar

Ólaf­ur Ólafs­son, sem kennd­ur er við Sam­skip, hefur afhent stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis gögn sem hann hyggst kynna nefndinni á fundi á morgun. 

Þetta staðfest­ir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, fulltrúi Viðreisn­ar í nefnd­inni og fram­sögumaður, í um­fjöll­un stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um sölu Búnaðarbank­ans, í sam­tali við mbl.is. RÚV greindi fyrst frá.

Fundurinn verður um miðjan dag á morgun og verður hann opinn fjölmiðlum. Áður hafði komið fram að Ólafur myndi ekki koma fyrir nefndina nema nýj­ar upp­lýs­ing­ar myndu koma fram. 

Algjör trúnaður ríkir um gögnin og því ekki hægt að segja hvort þau varpi nýju ljósi á sölu Búnaðarbankans í ársbyrjun 2003.

Jón vildi lítið tjá sig um málið þegar hann var spurður hvort nendarmenn hefðu nægan tíma til að fara yfir gögnin fyrir fund morgundagsins. „Gögnin komu fyrir klukkutíma. Þetta verður „showtime“ á morgun.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK