United tapaði 500 milljónum fyrstu þrjá mánuði ársins

Leikmenn Manchester United fagna sigri á Old Trafford fyrr í …
Leikmenn Manchester United fagna sigri á Old Trafford fyrr í mánuðinum. AFP

Manchester United tapaði 3,8 milljónum punda eða því sem nemur rúmum hálfum milljarði íslenskra króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Um töluverðan viðsnúning er að ræða en á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 1,8 milljarða. Knattspyrnufélagið sagði í tilkynningu að tapið sé meðal annars vegna aukins leikmannakostnaðar.

Tekjur félagsins jukust þó um 3% og námu 127 milljónum punda. Félagið gerir ráð fyrir því að tekjurnar á þessu ári muni nema 570 milljónum punda eða 75,5 milljörðum íslenskra króna.

Ef félagið sigrar Ajax í úrslitum Evrópudeildarinnar 24. maí fær það sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Það skiptir miklu máli fyrir Manchester United vegna klausu í samning þeirra við Adidas sem leyfir þeim að minnka stuðning sinn við félagið um 30% verði United ekki á meðal þátttökuliða í Meistaradeildinni á næsta keppnistímabili.

BBC vitnar í varastjórnarformann félagsins, Ed Woodward, sem segist spá betri afkomu á þessu ári en búist var við. „Við hlökkum til þess að klára tímabilið á sterkum nótum, bæði utan vallar og á honum.“

Tekjur Manchester United af sjónvarpsútsendingum jukust um 12,9% og námu 31,4 milljónum punda. Auglýsingatekjur voru örlítið hærri en tekjur félagsins á leikdögum minnkuðu.

Þá gerir félagið ráð fyrir því að  hagnast um 185 til 195 milljónir punda á þessu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK