Bæta við 1.300 störfum í Bretlandi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Húsgagnaverslunin Ikea mun búa til rúmlega 1.300 ný störf í þremur verslunum sínum í Bretlandi á næstu árum. Ný Ikea verslun verður opnuð í Sheffield seinna á þessu ári og ein í Exeter og önnur í Greenwich sem verða opnaðar báðar á næsta ári.

BBC segir frá þessu.

Með nýju verslununum mun starfsmönnum Ikea í Bretlandi og Írlandi fjölga um 12,5% og 11.700 manns starfa hjá samsteypunni á svæðinu. 

Ikea fetar með þessu í fótspor fyrirtækja eins og Google, Facebook og Amazon sem hafa bætt við sig starfsfólki í Bretlandi þrátt fyrir yfirvofandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Með nýju búðunum verða Ikea verslanir í Bretlandi og Írlandi 26 talsins, þar af 22 vöruhús.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK