Fundur seðlabankastjóra í beinni

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kynning á rökum fyrir ákvörðun peningastefnunefndar fer nú fram í húsakynnum Seðlabanka Íslands og er hægt að horfa á hana í beinni hér að neðan.

Peningastefnunefndin ákvað að lækka stýrivexti  um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,75%.

Í frétta­til­kynn­ingu bank­ans seg­ir að horf­ur séu á hröðum hag­vexti í ár eins og í fyrra og bæði árin um­fram það sem spáð var í fe­brú­ar. Frá­vikið skýrist einkum af meiri vexti ferðaþjón­ustu en áður var bú­ist við en að auki er út­lit fyr­ir meiri slök­un í aðhaldi op­in­berra fjár­mála í ár.

Á kynningunni munu þeir Már Guðmunds­son, seðlabanka­stjóri og formaður pen­inga­stefnu­nefnd­ar, og Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri hag­fræði og pen­inga­stefnu í Seðlabank­an­um, sem einnig sit­ur í pen­inga­stefnu­nefnd­, gera grein fyr­ir rök­um pen­inga­stefnu­nefnd­ar fyr­ir ákvörðun sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK