McDonalds tekur umdeilda auglýsingu úr umferð

Úr auglýsingunni.
Úr auglýsingunni. Skjáskot

Skyndibitakeðjan McDonalds hefur tekið sjónvarpsauglýsingu úr umferð eftir að keðjan var sökuð um að notfæra sér tilfinningar barna sem hafa misst foreldri.

Auglýsingin, sem er 90 sekúnda löng sýnir unglingsdreng spyrja móður sína spurninga um látinn föður sinn. Hann spyr og spyr og kemst að því að hann og pabbi hans áttu lítið sameiginlegt.

Drengurinn fer síðan á McDonalds með mömmu sinni og pantar fiskiborgara. „Þetta var líka uppáhald pabba  þíns,“ segir þá móðirin.

Samkvæmt frétt CNN hafa fleiri en 150 manns kvartað yfir auglýsingunni við sérstaka auglýsinganefnd í Bretlandi og sakað keðjuna um að notfæra sér syrgjandi börn.

„Þetta er ógeðsleg auglýsing. Missti pabba minn níu ára. Minningar? Já. Hamborgar? Nei!“ skrifaði einn á Twitter.

McDonalds hefur beðið fólk afsökunar og beðið sjónvarpsstöðvar um að taka auglýsinguna úr umferð. „Það var aldrei okkar ætlun að misbjóða fólki. Við erum sérstaklega miður okkar að þessi auglýsing hafi valdið þeim sem skipta okkur mestu máli vonbrigðum, þ.e. viðskiptavinum okkar,“ sagði í tilkynningu frá McDonalds.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK