Spá 3,5% hagvexti á næsta ári

Peningastefnunefnd bankans ákvað í gær að lækka vexti bank­ans um …
Peningastefnunefnd bankans ákvað í gær að lækka vexti bank­ans um 0,25 pró­sent­ur, sem þýðir að stýri­vext­ir bank­ans fara úr 5% niður í 4,75%. Í rökstuðningi nefndarinnar er bent á að horfur séu á hröðum hagvexti í ár eins og í fyrra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Seðlabankinn spáir því að hagvöxtur verði 3,5% á næsta ári og verði kominn í 2,5% árið 2019. Hagvöxturinn sótti verulega í sig veðrið seint á síðasta ári en þá var hann 10,4% en 7,2% á árinu öllu.

Árið 2015 var hagvöxtur liðlega 4%, 7,2% eins og fyrr segir í fyrra og þá er spáð 6,3% hagvexti á þessu ári samkvæmt bráðabirgðatölum.

Áætlaður hagvöxtur í fyrra og í ár um 1% meiri en gert var ráð fyrir í febrúarspánni. Skýrist frávikið af meiri vexti útflutnings en þá var búist við en einnig bætist við að slökun í aðhaldi opinberra fjármála er meiri í ár en áður var spáð.

„Sem fyrr leggst á eitt mikill vöxtur einkaneyslu og fjárfestingar en á móti vegur neikvætt framlag utanríkisviðskipta þótt útflutningur hafi vaxið um liðlega 11% frá fyrra ári. Vísbendingar eru um að heldur hafi dregið úr hagvexti á fyrsta fjórðungi þessa árs. Ljóst er að verkfall sjómanna í byrjun ársins dró töluvert úr útflutningi sjávarafurða og leiddi til þess að gengið var á útflutningsbirgðir,“ segir í Peningamálum Seðlabanka Íslands.

Tveir gagnstæðir kraftar hafa áhrif

Peningastefnunefnd bankans ákvað í gær að lækka vexti bank­ans um 0,25 pró­sent­ur, sem þýðir að stýri­vext­ir bank­ans fara úr 5% niður í 4,75%. Í rökstuðningi nefndarinnar er bent á að horfur séu á hröðum hagvexti í ár eins og í fyrra.

Þá er ferðaþjónusta áfram að vaxa og útlit fyrir meiri slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár. Spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum í heild hefur því aukist þrátt fyrir aukinn innflutning vinnuafls og kröftugan framleiðnivöxt. Á móti aukinni spennu vegur hækkun gengis krónunnar.

Að mati nefndarinnar hefur hún gegnt lykilhlutverki í aðlögun þjóðarbúsins að búhnykkjum sem rekja má til betri viðskiptakjara og vaxtar ferðaþjónustu.

Þá bendir nefndin á að verðbólga mældist 1,9% í apríl og er því áþekk því sem hún hefur verið síðasta hálfa árið. Undirliggjandi verðbólga virðist hins vegar heldur hafa minnkað undanfarna mánuði.

„Gengishækkunin og lítil alþjóðleg verðbólga vega sem fyrr á móti verðbólguþrýstingi af innlendum rótum og hefur bilið á milli verðþróunar innlendra þátta, einkum húsnæðiskostnaðar, og erlendra þátta aukist enn frekar frá síðasta fundi nefndarinnar. Tveir gagnstæðir kraftar hafa áhrif á verðbólguhorfur,“ segir í rökstuðningi nefndarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK