Hættir reglulegum gjaldeyriskaupum

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Seðlabanki Íslands ætlar að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum frá og með næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

„Í samræmi við tilkynningar þar um hefur Seðlabanki Íslands allt frá árinu 2002, með nokkrum hléum, keypt gjaldeyri af viðskiptavökum á gjaldeyrismarkaði til þess að eiga fyrir erlendum greiðslum ríkissjóðs og styðja við gjaldeyrisforða,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir að reglubundin kaup undanfarin misseri hafi numið 6 milljónum evra á viku.

Á síðasta ári námu kaupin 312 milljónum evra, jafnvirði 41,7 milljörðum króna, sem samsvaraði um 11% af hreinum gjaldeyriskaupum bankans á árinu.

„Umfangsmikil gjaldeyriskaup bankans á undanförnum árum hafa leitt til mikillar stækkunar forðans sem gerir það að verkum að ekki er þörf fyrir þessi reglulegu kaup um þessar mundir. Þeim verður því hætt frá og með næstu viku,“ segir í tilkynningunni.

Seðlabankinn mun áfram beita inngripum á gjaldeyrismarkaði í samræmi við yfirlýsingar peningastefnunefndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK