Innkalla 39 Range Rover-bifreiðar

Ástæða innköllunarinnar er sú að „Service Required“ þjónustuáminning í mælaborði ...
Ástæða innköllunarinnar er sú að „Service Required“ þjónustuáminning í mælaborði kemur ekki upp þegar komið er að þjónustu á bílnum og bílnum startað. Mynd úr safni.

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 39 bifreiðum af gerðinni Range Rover, Range Rover Evoque, Discovery Sport, framleiðsluár 2016.

Samkvæmt frétt á heimasíðu Neytendastofu er ástæða innköllunar sú að „Service Required“ þjónustuáminning í mælaborði kemur ekki upp þegar komið er að þjónustu á bílnum og bílnum startað. Þjónustuáminningin kemur upp þegar svissað er á bílinn. 

Eigendum viðkomandi bifreiða verður sent innköllunarbréf. 

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir