Jay Z og Beyoncé orðin milljarðamæringar

Beyonce og Jay Z.
Beyonce og Jay Z. AFP

Stjörnuparið Jay Z og Beyoncé eru nú formlega orðnir milljarðamæringar í Bandaríkjunum en samkvæmt tímaritinu Forbes í dag eru eignir þeirra metnar á 1,16 milljarða Bandaríkjadala eða því sem nemur tæpum 118 milljörðum íslenskra króna. 

Samkvæmt frétt CNN á Jay Z meirihlutann en hann er metinn á 810 milljónir Bandaríkjadala en eignir Beyoncé á 350 milljónir.

Fyrir utan gríðarlega mikla velgengni í tónlistarsenunni hafa hjónin þénað töluvert í gegnum önnur viðskipti. Jay Z hefur m.a. fjárfest í Uber og á jafnframt afþreyingafyrirtækið Roc Nation. Hann er einnig stór hluthafi í streymisveitunni Tidal.

Beyoncé á einnig stóran hlut í Tidal en á líka fatamerkið Ivy Park og umboðsstofuna Parkwood Entertainment.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK