Zuckerberg ætlar ekki í framboð

Mark Zuckerberg er ekki á leið í framboð.
Mark Zuckerberg er ekki á leið í framboð. AFP

Framkvæmdastjóri og stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg, segist ekki vera á leið í forsetaframboð í Bandaríkjunum þrátt fyrir áramótaheit hans um að ferðast um Bandaríkin og hitta fólk frá hverju ríki.

Zuckerberg greindi frá áramótaheitinu um áramótin og hefur síðan verið á fullu að ferðast og hitta fólk. Hann hefur nú greint frá því að þessi áskorun sem hann setti sjálfum sér þýði ekki að hann sé á leið í framboð en margir veltu þeim möguleika fyrir sér.

Þrátt fyrir að fjölmiðlar hafi haldið mögulegu framboði fram sögðu sérfræðingar og fyrrverandi vinnufélagar að Zuckerberg hefði ekki endilega skapgerðina eða áhugann á ferli innan stjórnmála.

Í færslu á Facebook í gær hélt Zuckerberg því fram að tilgangur ferðalags hans um Bandaríkin væri að öðlast „breiðara sjónarhorn“ og „sjá til þess að við séum að þjóna samfélagi næstum því 2 milljarða manna á Facebook eins vel og hægt er“.

Zuckerberg sagði að það sem hann hafi helst lært af ferðalagi sínu væri að „sambönd móta okkur meira en við höldum“.

Þá sagði hann að Facebook væri nú að skoða möguleikann á að tengja fólk saman „sem ætti að þekkjast“ í stað þess að reyna aðeins að tengja þá sem „gætu þekkst“.

„Við erum með kerfi sem leggur til „Fólk sem þú gætir þekkt“ en það gæti verið alveg eins mikilvægt að tengja þig við fólk sem þú ættir að þekkja, leiðbeinendur og fólk utan þíns félagslega hrings sem gæti veitt þér stuðning og innblástur,“ skrifaði Zuckerberg.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK