1,6 milljónir fengust upp í 100 milljóna gjaldþrot JÖR

Guðmundur Jörundsson var yfirhönnuður JÖR.
Guðmundur Jörundsson var yfirhönnuður JÖR. mbl.is/Golli

1,6 milljónir fengust greiddar upp í lýstar veðkröfur upp á 65,3 milljónir króna í gjaldþroti JÖR ehf. Félagið var stofnað utan um fatalínu JÖR og verslun við Laugaveg 89. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta 11. janúar en þeim lauk 9. maí. Alls námu lýstar kröfur 103,7 milljónum króna. 

Greint er frá þessu í Lögbirtingarblaðinu í dag. Þar segir að skiptastjóri hafi hafnað lýstri veðkröfu upp á rúmar 46 milljónir króna. Lýstar forgangskröfur námu 13,9 milljónum króna og ekkert fékkst greitt upp í þær. Lýstar almennar kröfur námu 24,5 milljónum króna og fékkst heldur ekkert greitt upp í þær.

Skiptakostnaður greiddist að hluta með eignum búsins.

JÖR ehf. var stofnað 2012 af þeim Guðmundi Jörundssyni og Gunnari Erni Petersen. JÖR ehf. skilaði síðast ársreikningi árið 2015. Þá tapaði félagið tæpum 25 milljónum en 43 milljónum árið á undan. Verslun JÖR hafði flutt í nýtt húsnæði á horni Skólavörðustígar og Týsgötu skömmu fyrir jól. Þeirri verslun hefur nú verið lokað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK