Yfir 40 þúsund hafa skráð sig

Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi.
Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi. mbl.is/Hanna

Yfir 40 þúsund manns hafa sótt um aðild að vöruhúsi Costco sem opnar núna klukkan 9. Að sögn Brett Vig­elskas, fram­kvæmda­stjóra Costco á Íslandi hefur bæst ört í hópinn síðustu vikur og daga. Vigelskas segir 40.000 mjög stóran aðildarhóp og þann stærsta í Costco í Evrópu.

„En við bjuggumst við þessum viðbrögðum. Við vissum að Íslendingar yrðu mjög spenntir því það er ekkert í líkindum við Costco á Íslandi,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Bensínsstöð Costco var opnuð á sunnudaginn með töluvert lægri verð en hjá íslensku olíufélögunum. Vigelskas segir að það hafi verið mikið að gera síðustu daga. „Það hefur verið stöðug umferð en gengið mjög vel.“

Rúm þrjú ár eru síðan að stjórnendur Costco viðruðu fyrst hugmyndir sínar um opnun Costco á Íslandi. Spurður hvernig honum líði í dag á opnunardegi, eftir svona langan aðdraganda, segist Vigelskas fyrst og fremst vera spenntur.

„Ég er alveg ótrúlega spenntur. Það var yndislegt að vera hérna í gær [á kynningarkvöldi fyrir meðlimi]. Við erum bara mjög spennt að veita Íslendingum frábær verð og sjá viðbrögðin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK