IKEA fær nýjan framkvæmdastjóra

AFP

Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA hefur skipað Jesper Brodin sem framkvæmdastjóra samsteypunnar frá og með septembermánuði. Brodin stjórnar rekstri IKEA í Svíþjóð og mun taka við Peter Agnefjall sem framkvæmdastjóri en Agnefjall hefur gegnt stöðunni í fjögur ár.

Höfuðstöðvar IKEA eru í Hollandi og mun Brodin því flytjast til Leiden. Í frétt BBC er vitnað í hann sem segir það „mikinn heiður“ að vera skipaður framkvæmdasatjóri og segist spenntur fyrir nýja hlutverkinu.

Agnefjall segist jafnframt ætla að taka sér smá frí með fjölskyldu sinni áður en hann ákveður næstu skref.

Lars-Johan Jarnheimer, stjórnarformaður móðurfélags IKEA, INGKA Holding, sagði að undir stjórn Agnefjall hafi IKEA stækkað á mikilvægum mörkuðum og brugðist við breyttum þörfum viðskiptavina.

Samkvæmt frétt BBC hafa sölutekjur IKEA aukist töluvert eftir að netverslun keðjunnar var opnuð fyrir átta árum. Fyrsta IKEA-verslunin var opnuð árið 1958 en á síðasta ári heimsóttu 783 milljónir manna verslanir samsteypunnar sem eru 348 talsins. Heimsóknirnar á heimasíðu IKEA voru 2,1 milljónir talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK