Loka Intersport í sumar

Intersport við Höfðabakka.
Intersport við Höfðabakka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íþróttavöruversluninni Intersport verður lokað í sumar eftir 19 ár hér á landi. Jón Björnsson, forstjóri Festis, sem rekur Intersport hér á landi, staðfestir þetta í samtali við mbl.is en greint var frá málinu fyrst á Kjarnanum.

Intersport er með verslun í Höfðabakka en einnig á Selfossi og á Akureyri. 

Í samtali við mbl.is segir Jón að reksturinn hafi gengið vel en þar sem verslunin hafi lengi verið í allt of stóru húsnæði hafi verið ákveðið að einfaldlega loka henni í stað þess að flytja verslunina. Hann segir þó að bransinn sé erfiður og að sífellt fleiri kaupi til dæmis íþróttaföt á netinu.

Önnur verslun verður opnuð í rými Intersport að Höfðabakka en Jón getur ekki að svo stöddu gefið upp hvaða verslun það verður.

Lagersala Intersport er byrjuð og stendur fram að lokun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK