Setja á fót skrifstofu í Sviss

Skrifstofa Gamma í London var sú fyrsta sem fyrirtækið opnaði …
Skrifstofa Gamma í London var sú fyrsta sem fyrirtækið opnaði utan landsteinanna. Verið er að undirbúa opnun í New York og nú bætist Zürich við.

Fjármálafyrirtækið Gamma Capital Management hf. hefur ákveðið að færa enn frekar út kvíarnar og hefur afráðið að hefja starfsemi skrifstofu í Zürich í Sviss síðar á þessu ári. Helgi Bergs hefur verið ráðinn til að stýra skrifstofunni og mun hann vinna með starfsmönnum fyrirtækjaráðgjafar Gamma, en þann hóp mynda átta starfsmenn í Reykjavík, London, New York og Sviss.

Í kjölfar afnáms hafta

Skrifstofa Gamma í Zürich er ekki sú fyrsta sem fyrirtækið opnar utan landsteinanna. Í byrjun ágúst á síðasta ári veitti breska fjármálaeftirlitið fyrirtækinu starfsleyfi til að veita fjármálaþjónustu á skrifstofu sinni í Bretlandi. Í nóvember síðastliðnum var frá því greint að fyrirtækið hefði í hyggju að opna starfsstöð í New York.

Gísli Hauksson, stjórnarformaður Gamma, segir að útvíkkun starfseminnar til annarra landa sé í beinu samhengi við afnám gjaldeyrishafta hérlendis. „Gamma hefur lagt mikla áherslu á að efla alþjóðlega starfsemi félagsins í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta til auka úrval fjárfestingarkosta erlendis.“

Gísli segir að starfsemi Gamma í London hafi verið hleypt af stokkunum árið 2015 og unnið sé nú að opnun skrifstofu í New York, en stjórnandi starfseminnar þar, Laurent Lavigne du Cadet, hefur þegar verið kynntur til sögunnar. „Þriðja erlenda starfsstöðin verður því í Sviss og við gerum ráð fyrir að hefja starfsemi í Zürich í sumar. Með öflugri fyrirtækjaráðgjöf í fjórum löndum mun Gamma nú geta boðið íslenskum fyrirtækjum og fjárfestum upp á alhliða ráðgjöf varðandi erlend fyrirtækjaverkefni, erlenda fjármögnun og samskipti við erlenda fjárfesta,“ segir Gísli.

Gamalreyndur fjármálamaður

Helgi Bergs, sem stýra mun skrifstofunni í Zürich eins og áður segir, er gerkunnugur störfum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hann stýrði fjárfestingarbankastarfsemi Kaupþingssamstæðunnar frá London á árunum 2005 til 2008 og var þar áður framkvæmdastjóri Kaupþings í London. Helgi starfaði áður hjá Iceland Seafood International. Hann hefur á undanförnum árum stýrt miðlunarstarfsemi verðbréfafyrirtækisins Birwood í London.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK