Hafði áhrif á ferðir 75.000 manns

Strandarglópar British Airways um helgina voru 75.000.
Strandarglópar British Airways um helgina voru 75.000. AFP

Tæknibilun British Airways á laugardaginn hafði áhrif á ferðalög 75.000 farþega. Framkvæmdastjóri flugfélagsins, Alex Cruz, ætlar ekki að segja af sér vegna bilunarinnar.

Í viðtali við Sky News sagðist Cruz vera miður sín vegna þeirra vandræða sem viðskiptavinir félagsins lentu í vegna bilunarinnar. Sagði hann félagið vinna í því að komast á áætlun eftir síðustu daga. Rúm 95% ferða þeirra í dag eru á áætlun að sögn Cruz.

„Við vitum að þetta hafði áhrif á frí og persónulega viðburði og að fólk þurfti að bíða mjög lengi í röðum. Við biðjumst afsökunar á þessu og það er okkar skuldbinding að gefa upp og veita þær bætur sem fólk á rétt á.“

Að mati sérfræðinga þarf félagið að greiða viðskiptavinum sínum meira en 100 milljónir punda út af biluninni eða því sem nemur 12.800 milljörðum íslenskra króna í bætur.

Að sögn Cruz munu rúmlega 60% þeirra sem áttu að ferðast um helgina komast á leiðarenda fyrir dagslok í dag, mánudag. Aðrir farþegar sem eru enn þá í Lundúnum hafa möguleika á að bóka ferðina sína aftur hvenær sem er á næstu sex mánuðum.

Cruz sagði engar sannanir fyrir því að félagið hafi orðið fyrir tölvuárás en kenndi rafmagnsbilun um. Sagði hann að nokkurra mínútna rafmangsleysi um klukkan 9:30 á laugardagsmorguninn hefði haft í för með sér „hörmulegar afleiðingar“.

Beðið á Heathrow-flugvelli.
Beðið á Heathrow-flugvelli. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK