Stefnir á að komast á áætlun í dag

AFP

Breska flugfélagið British Airways stefnir að því að stór hluti flugferða félagsins í dag verði á áætlun eftir að það þurfti að aflýsa öllum ferðum frá Heathrow- og Gatwick-flugvöllum Lundúna á laugardaginn vegna tæknibilunar. Þúsundir farþega urðu í kjölfarið strandaglópar.

Í gær greindi félagið frá því að til stæði að komast á áætlun á Gatwick og að mestum hluta á Heathrow. Þá stendur til að endurgreiða öllum þeim sem urðu fyrir biluninni og kusu að fara á aðra flugvelli.

Mikil ringulreið skapaðist á Heathrow og Gatwick og hefur BA beðið aðeins þá sem að eiga staðfest flug frá flugvöllunum að gera sér leið þangað. Mikið álag er jafnframt búið að vera á flugvallarstarfsmönnum sem hafa þurft að koma þúsundum taska til eigenda sinna.

Þeir sem urðu fyrir biluninni hafa til 10. júní til að nýta ferðina sem þeir áttu að fara í á laugardaginn. Á laugardaginn greindi Alex Cruz, framkvæmdastjóri BA, frá því að líklega hafi það verið út af rafmagnsvanda sem bilunin varð. Hann þverneitaði sögusögnum þess efnis að félagið hafi orðið fyrir tölvuárás.

Svo virðist sem sum hótel í grennd við flugvellina hafi ákveðið að notfæra sér stöðu strandaglópanna og hækkað verð sitt töluvert. Einn benti á á Twitter að tveggja stjörnu hótel á Heathrow væri nú farið að rukka 800 pund, eða því sem nemur 103 þúsund íslenskum krónum, fyrir eitt herbergi í eina nótt.

Maður bíður fregna af ferð sinni frá Heathrow-flugvelli á laugardaginn.
Maður bíður fregna af ferð sinni frá Heathrow-flugvelli á laugardaginn. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK