Sest í helgan stein eftir 50 ára starf

Hafþór segir iðnaðinn hafa breyst mikið síðan að hann byrjaði …
Hafþór segir iðnaðinn hafa breyst mikið síðan að hann byrjaði fyrir hálfri öld. „Skósmiðir eru komnir í betri pláss og eru með betri tæki. En það sem er slæmt fyrir stéttina er hversu fáir starfa við þetta í dag, núna er bara einn að læra skósmíðun hér á landi,“ mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Um mánaðamótin verður Skóvinnustofu Hafþórs við Garðastræti lokað og eigandinn sest í helgan stein eftir fimmtíu ára starf.

„Ég er kominn á aldur og búinn að vera í þessu í 50 ár þannig mér fannst kominn tími til að breyta til,“ segir eigandi stofunnar, Hafþór Edmond Byrd í samtali við mbl.is.

Aðeins einn að læra skósmíði í dag

Hann segir að reksturinn hafi alltaf gengið mjög vel og að það hafi eiginlega verið of mikið að gera síðustu ár. „Við erum minna í viðgerðum og meira í breytingum. Taka mjóu tánna af og setja breiðu og svona,“ útskýrir Hafþór. „En hér er nóg að gera og við kvörtum ekki.“

Hann segir iðnaðinn hafa breyst mikið síðan að hann byrjaði fyrir hálfri öld. „Skósmiðir eru komnir í betri pláss og eru með betri tæki. En það sem er slæmt fyrir stéttina er hversu fáir starfa við þetta í dag, núna er bara einn að læra skósmíðun hér á landi,“ segir Hafþór. Hann segir að á um 20 árum hafi fækkað töluvert í hópi skósmiða hér á landi og telur að aðeins um tíu stofur séu starfandi hér á landi.

Skóvinustofa Hafþórs var opnuð á Garðastræti 1967.
Skóvinustofa Hafþórs var opnuð á Garðastræti 1967. mbl.is/Ófeigur

Plássið enn óselt

Hafþór er búinn að selja öll tækin sín en plássið er enn óselt en stofan hans hefur staðið við Garðastræti frá árinu 1967. Aðspurður hvað taki við þegar hann lokar í síðasta skiptið 1. júlí næstkomandi segist hann fyrst og fremst ætla að vera meira með fjölskyldunni. „Ég ætla bara að byrja á því að vera góður við konuna mína og börnin mín og slaka á.“

Hafþór segir að reksturinn hafi alltaf gengið mjög vel og …
Hafþór segir að reksturinn hafi alltaf gengið mjög vel og að það hafi eiginlega verið of mikið að gera síðustu ár. mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK