Áhrifin vegna Costco verða meiri

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda (FÍB)
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda (FÍB)

„Þetta er mjög ánægjulegt. Þeir fylgja þeirri þróun gengis sem á sér stað á heimsmarkaði og neytendur njóta góðs af því, segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, um lækkun Costco á eldsneyti um þrjár krónur. Í Costco kost­ar nú lítr­inn af bens­íni 166,9 krón­ur og lítr­inn af dísilolíu 158,9 krón­ur. 

„Við erum þegar farin að sjá að þetta hefur áhrif á aðra eldsneytissala. Ég geri ráð fyrir að áhrifin verði meiri,“ segir Runólfur. Hann segir áhrifin, sem eru þegar farin að greinast, stangast á við fyrstu viðbrögð íslensku olíufélaganna um að þeir séu ekki í beinni samkeppni við Costco.    

„Við höfum ákveðnar heimildir fyrir því að verslunin Costco sé þegar farin að taka verulegan hluta af eldsneytissölu á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að vera bara með eina stöð,“ segir Runólfur og bætir við að olíufyrirtækin sem eru á hlutabréfamarkaði verði að bregðast við því.  

Þegar Costco hefur verið á markaði hér á landi í um tvo mánuði verður unnt að greina hlutdeild verslunarinnar á olíumarkaði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK