Greiðir 452 milljarða fyrir Yahoo

Marissa Mayer mun hætta sem forstjóri Yahoo við kaupin.
Marissa Mayer mun hætta sem forstjóri Yahoo við kaupin. AFP

Verizon hefur gengið frá kaupum sínum á Yahoo. Félagið greiðir 4,48 milljarða Bandaríkjadali fyrir fyrirtækið eða því sem nemur 452 milljörðum íslenskra króna.

Þá mun forstjóri Yahoo, Marissa Mayer, láta af störfum en starfslokasamningur hennar er upp á 23 milljónir Bandaríkjadali eða 2,3 milljarða íslenskra króna.

Í tölvupósti til starfsmanna skrifaði Mayer að hún hafi tekið ákvörðun um að hætta hjá fyrirtækinu í ljósi breytinganna. „En ég vil láta ykkur öll vita að ég er uppfull af nostalgíu, þakklæti og jákvæðni,“ skrifaði Mayer.

Samkvæmt frétt CNN ætla Yahoo og AOL að stofna nýtt fyrirtæki undir Verizon sem mun heita Oath. Markmið Verizon er að nota gríðarlegt markaðshlutdeild Yahoo til þess að keppa við fyrirtæki eins og Facebook og Google í netauglýsingum.

Verizon gerir ráð fyrir því að leggja niður allt að 2.100 störf við kaupin eða um 15% allra starfsmanna að sögn heimildarmanna. Það sem eftir er af Yahoo mun heita Altaba Inc. og mun það starfa sem eignarhaldsfélag fyrir hlutafé Yahoo í kínversku netversluninni Alibaba.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK