Viðskiptum á fasteignamarkaði hefur fækkað

Meðalfjöldi viðskipta fyrstu 5 mánuði þessa árs er töluvert minni …
Meðalfjöldi viðskipta fyrstu 5 mánuði þessa árs er töluvert minni en meðaltal síðasta árs. Morgunblaðið/Ómar

Þróun fjölda fasteignaviðskipta hefur verið heldur á niðurleið síðustu mánuði, sérstaklega hvað fjölbýli varðar. Þá hefur hægt töluvert á veltu fasteignaviðskipta frá því í nóvember.

Þetta kemur fram í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að undanförnu hafi verið nokkur umræða um hvort tekið sé að hægja á fasteignamarkaði, bæði hvað umfang viðskipta og verð varðar. Það hefur t.d. verið haft eftir fasteignasölum að þeir telji sig skynja að dregið hafi úr spennunni á markaðnum.

Bent er á að allt frá árinu 2009 fram til 2016 var samfelld aukning viðskipta á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins. Meðalfjöldi viðskipta fyrstu 5 mánuði þessa árs er hins vegar töluvert minni en meðaltal síðasta árs.

Mynd/Landsbankinn

„Sú þróun endurspeglar þann framboðsskort sem ríkt hefur á markaðnum upp á síðkastið,“ segir í greiningunni.

Á árinu 2014 fóru viðskipti með íbúðarhúsnæði yfir meðaltal 12 ára þar á undan.

„Í þessu sambandi þarf að hafa í huga að bæði fólki og íbúðum fjölgaði töluvert á þessu árabili. Sé skoðað hvað viðskipti með íbúðarhúsnæði eru stór hluti af heildarfjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu kemur dálítið önnur mynd í ljós. Á árunum 2003-2015 fóru árlega að meðaltali fram viðskipti með 7,8% af íbúðarhúsnæði á svæðinu. Hæst fór þetta hlutfall í 13,2% árið 2004 og lægst í 2,4% árið 2009. Það var fyrst árið 2015 sem fjöldi viðskipta náði meðaltali tímabilsins,“ segir í greiningunni en hana í heild má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK