Sér um leið og einhver missir athyglina

Kafteinninn birtir kennaranum rauntímagengi nemenda í kennslustofunni og frammistöðu þeirra …
Kafteinninn birtir kennaranum rauntímagengi nemenda í kennslustofunni og frammistöðu þeirra yfir önnina. Með hjálp Kafteinsins getur kennarinn látið nemendur vinna á sínum eigin hraða í ólíkum forritum án þess að missa yfirsýnina. Aðsend mynd

Sprota­fyr­ir­tækið Costner vinn­ur að ís­lensk­um hug­búnaðarlausn­um sem styðja við ein­stak­lings­miðaða kennslu. Sala á for­rit­um fyr­ir­tæk­is­ins hefst í haust en hug­mynda­vinn­an bak við lausn­irn­ar fór af stað fyr­ir þrem­ur árum. Þró­un­in hef­ur verið í gangi síðan í janú­ar 2016.

Þá hafa próf­an­ir farið fram í grunn­skól­um um allt land og mun sala á for­rit­un­um hefjast í haust.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Aðal­heiður Hreins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Costner, að grunn­skól­ar hafi aukið notk­un á náms­leikj­um og öðrum nám­stengd­um for­rit­um við kennslu sem einfaldar útfærslu á  ein­stak­lings­miðuðu námi. „Við höfum hins vegar heyrt frá kennurum að hætta sé á að missa yfirsýn þegar nemendur eru komnir á bak við snjalltæki eða tölvuskjá og erfitt geti reynst að nýta frammistöðu þeirra í námsmat,“ segir Aðalheiður.

Aðalheiður Hreinsdóttir er framkvæmdastjóri Costner
Aðalheiður Hreinsdóttir er framkvæmdastjóri Costner Aðsend mynd

Til að leysa þetta vanda­mál vinn­ur Costner að Kaf­tein­in­um sem hef­ur það hlut­verk að tengja nám­stengd for­rit sam­an á einn miðlæg­an stað fyr­ir kenn­ar­ann. Kaf­teinn­inn birt­ir kenn­ar­an­um raun­tíma­gengi nem­enda í kennslu­stof­unni og frammistöðu þeirra yfir önn­ina. Með hjálp Kaf­teins­ins get­ur kenn­ar­inn látið nem­end­ur vinna á sín­um eig­in hraða í ólík­um for­rit­um án þess að missa yf­ir­sýn­ina.

„Kenn­ar­inn getur fylgst með í Kafteininum hvernig nemendum er að ganga. Hann sér til dæm­is um leið og ein­hver missir at­hygl­ina og er ekki bú­inn að svara í lang­an tíma eða er bú­inn að svara mörgum spurningum vitlaust í röð,“ seg­ir Aðal­heiður. „Kennarinn get­ur síðan notað þessi gögn í náms­mat.“

Mikilvægt að hafa íslenskt viðmót

Að svo stöddu eru þrjú nám­stengd for­rit tengd Kafteininum, Mál­far­inn, Prím og Fróði, og voru þau þróuð af Costner. Mál­far­inn og Prím gera kenn­ar­an­um kleift að út­færa verk­efni í ís­lenskri mál­fræði og stærðfræði sem nem­andinn leys­ir í skemmti­legu um­hverfi á meðan Fróði nýt­ist við gerð og fyr­ir­lögn gagn­virkra spurn­ingalista. For­rit­in verða aðgengi­leg á vef Costner og virka bæði á spjald­tölvu og tölvu.

Markmið Costners er að tengja fleiri forrit inn í Kafteininn, ýmist þróuð af Costner eða öðrum fyrirtækjum. Sem dæmi þá er í framkvæmd tenging við Keywe, námsforrit Ólafs Stefánssonar.

Aðal­heiður seg­ir að mikilvægt sé að bæta aðgengi að forritum með íslensku viðmóti, enda hef­ur stafrænn dauði ís­lensk­unn­ar verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Með til­komu tækn­inn­ar er enska orðin stór hluti af lífi ís­lenskra ung­menna og er það mat Costner að skól­ar gegni stóru hlut­verki í viðhaldi tung­unn­ar og mik­il­vægt að þeir bjóði upp á tæknium­hverfi á ís­lensku.

Costner mun bjóða upp á markaðstorg sem ein­fald­ar aðgengi að íslenskum forritum, ekki einungis þróuðum af Costner. Markaðstorgið mun, með hjálp gervi­greind­ar, aðstoða kenn­ara við að finna nám­stengd for­rit sem mæta ein­stak­lingsþörf­um nem­enda. Gervi­greind­in mun einnig geta komið auga á mögu­lega náms­örðug­leika hjá nem­end­um fyrr en áður var hægt.

Aðalheiður segir að Costner leggi mikið upp úr því að …
Aðalheiður segir að Costner leggi mikið upp úr því að koma íslenskum námsforritum á framfæri enda hefur vandamálið við stafrænan dauða íslenskunnar verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Aðsend mynd

Skólanir opnir fyrir því að prófa

Próf­an­ir á fjór­um vör­um Costner hafa staðið yfir í grunn­skól­um síðustu miss­eri og seg­ir Aðal­heiður þær hafa gengið mjög vel.

„Við höfum verið mjög ánægð með hvað skólarnir hafa verið opnir fyrir að prófa hugbúnaðinn okkar og taka þátt í þróuninni,“ seg­ir Aðal­heiður en hug­búnaður­inn er hugsaður fyr­ir nem­end­ur úr 3. bekk upp í 10. bekk.

„Próf­an­irn­ar hafa farið þannig fram að við mæt­um í kennslu­stof­una og hjálp­um kenn­ar­an­um að hefja kennslu­stund í Kaf­tein­in­um. Þá get­ur hann fylgst með nem­end­um og hvernig þeim geng­ur,“ seg­ir Aðal­heiður.

Hún seg­ir að kenn­ar­inn geti stýrt efn­inu í hug­búnaðinum þannig að hann henti þeim aldri sem verið er að kenna.

Til stend­ur að hefja sölu á vör­um Costner í haust. „Fram að ágúst erum við að bjóða skólum sérstakt kynningartilboð,“ seg­ir Aðal­heiður. „Við höf­um fengið ótrú­lega góðar viðtök­ur og erum spennt fyrir framhaldinu.“

Nánari upplýsingar um Costner og vörur fyrirtækisins má finna á heimasíðu þeirra, costner.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK