Óska skýringa á bónusgreiðslu

Herdís Dröfn Fjeldsted.
Herdís Dröfn Fjeldsted. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gildi – lífeyrissjóður óskar skýringa frá stjórn Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) á tuttugu milljóna króna bónusgreiðslu sem Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri FSÍ, fékk frá sjóðnum í fyrra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Gildi var ókunnugt um umrædda greiðslu, að sögn Árna Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Gildis. Gildi er þriðji stærsti hluthafi Framtakssjóðsins með 16,5 prósenta hlut.

Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna stærsta hluthafa Framtakssjóðsins með 19,9 prósenta hlut, segist ekki þekkja efni samnings FSÍ við Herdísi. Hún hafi fyrst frétt af greiðslunni í fjölmiðlum. Stjórn lífeyrissjóðsins komi saman í vikunni og þar beri málið örugglega á góma.

Eins og greint var frá í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í síðustu viku var greiðslan til Herdísar hluti af uppgjöri á samningi sem Framtakssjóðurinn gerði við hana árið 2013. Á þeim tíma sat enginn frá lífeyrissjóðunum í stjórn FSÍ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK