Airbnb vill ekki veita upplýsingar

AFP

Skýringin á því að gistinóttum útlendinga fjölgar hlutfallslega mun minna en erlendum ferðamönnum kann að liggja í aukinni ásókn í óskráða gistingu. Þetta kemur fram á vef Túrista.

Á því sviði eru umsvif bandarísku gistimiðlunarinnar Airbnb mikil. Talsmenn fyrirtækisins segjast hins vegar ekki vilja deila upplýsingum úr rekstri sínum á Íslandi á þessum tímapunkti, segir enn fremur í frétt Túrista.

Á síðasta ári komu hingað fjörutíu prósent fleiri erlendir ferðamenn en gistinóttum útlendinga fjölgaði aðeins um 22 prósent á sama tíma. Hlutfallsleg breyting á þessum tveimur lykilstærðum í ferðaþjónustunni var því mjög ólík í fyrra en árin þar á undan þróuðust þær með svipuðum hætti.

Í ár hefur þessi þróun haldið áfram og í ályktun sem Samtök ferðaþjónustunnar sendu frá sér í maí segir að skýringin á þessari breytingu kunni meðal annars að liggja í aukinni heimagistingu sem oftar en ekki sé hluti af skuggahagkerfi.

Í rannsókn sem unnin var fyrir samtökin í kjölfarið kom fram að sala Airbnb á Íslandi hefði nærri tvöfaldast í ár. Talsmenn fyrirtækisins vilja hins vegar ekki staðfesta þessa tölu né upplýsa um hver þróunin hefur verið í umsvifum þess á íslenska gistimarkaðnum í ár þegar Túristi óskaði eftir því.

Hér er hægt að lesa frétt Túrista í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK