Bílstjórar Uber fá loksins þjórfé

AFP

Nú er hægt að gefa bílstjórum Uber í bandarísku borgunum Seattle, Houston og Minneapolis þjórfé í gegnum Uber appið. Hingað til hefur það ekki verið hægt og því harðlega mótmælt af bílstjórum fyrirtækisins.

Að sögn Uber stendur til að koma þjórféinu í gegnum appið á í öllum borgum Bandaríkjanna fyrir lok næsta mánaðar. Þá stendur einnig til að gera þjórfé mögulegt fyrir bílstjóra Uber utan Bandaríkjanna í náinni framtíð að sögn BBC.

Með þessari breytingu fetar Uber í fótspor leigubílaþjónustunnar Lyft sem er helsti samkeppnisaðili Uber. Lyft sagði nýlega að bílstjórar fyrirtækisins hafi fengið meira en 250 milljónir Bandarikjadala eða því sem nemur 26 milljörðum íslenskra króna í þjórfé.

Í tölvupósti Uber til bílstjóra segir að þjórféið sé hluti af breytngum hjá fyrirtækinu sem á að bæta samband þess við bílstjóranna.

Verkalýðsfélag sem sér um mál Uber bílstjóra í New York City segir breytingarnar mikilvægar fyrir bílstjórana og á sama tíma mikilvægan sigur. „Þetta sannar að þúsundir bílstjóra geta komið saman með eina rödd og komið af stað miklum breytingum,“ sagði í tilkynningu.

Nú geta viðskiptavinir Uber valið að gefa þjórfé upp á 1 Bandaríkjadal, 3 eða fimm eða valið sérstaka upphæð. Þá hafa þeir allt að 30 daga til þess að bæta við þjórféi. Bílstjórarnir fá hinsvegar ekki að vita hvaða viðskiptavinir gáfu þeim þjórfé.

Uber hefur sagst ekki ætla að taka hlut af þjórféi bílstjórana en það gæti farið upp í skuldir þeirra gagnvart Uber séu þær einhverjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK