Íslandsferðin 50% dýrari nú en 2012

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þrátt fyrir að viðskiptaafgangur fari minnkandi er hann enn talsverður, eða um 11 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi, þökk sé afgangi af þjónustuviðskiptum, segir í nýrri skýrslu Arion banka.

Ferðaþjónustan ber uppi þjónustuútflutning en þar má sjá blikur á lofti, segir í skýrslu greiningardeildar bankans. Það er styrkingu krónunnar, samdrátt í neyslu hvers ferðamanns og styttri dvalartíma.

„Við áætlum að Íslandsferðin nú sé með öllu rúmlega 50% dýrari en árið 2012 ef miðað er við gengisvísitölu, verðlag í krónum og neyslumynstur ferðamanna,“ segja skýrsluhöfundar.

Á sama tíma ferðast Íslendingar sem aldrei fyrr til útlanda en um 15% landsmanna lögðu land undir fót í maí.

Innflutningur litast talsvert af auknum kaupmætti heimila. Sem dæmi má sjá meira en tvöföldun innflutnings varanlegra neysluvara, líkt og heimilistækja, á fjórum árum. Sömuleiðis er innflutningur atvinnulífsins mikill og er sérstaklega byggingargeirinn orðinn umsvifamikill.

„Stóra spurningin næstu misserin er hvort útflutningsgreinar geti staðið undir núverandi gengi krónunnar, en eins og við höfum áður fjallað um teljum við líklegra en ekki að krónan sé yfirverðlögð til lengri tíma,“ segir í skýrslu greiningardeildar Arion banka en skýrsluna má lesa í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK